Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Lokahóf í lestrarverkefni Hrafnistu Hafnarfirði og Víðistaðaskóla

Í október síðastliðinn hófst samvinnuverkefni milli iðjuþjálfunar á Hrafnistu Hafnarfirði og Víðistaðaskóla. Börnin í 5. bekk komu vikulega, hver bekkur á þriggja vikna fresti, með sínum kennara til að lesa fyrir heimilisfólk og einstaklinga í dægradvölinni. Þetta var hluti af lestrarátaki innan skólasamfélagsins og var markmiðið að börnin æfðu sig í að lesa upphátt og framburð. Þau lásu ýmist skólaljóð eða yndislestur og höfðu allir virkilega gaman af þessu lestrarverkefni. Það voru margar fallegar kveðjur sem áttu sér stað þar sem börnin þökkuðu fyrir sig og fólkið þeim fyrir að koma og lesa fyrir sig því það höfðu skapast mörg góð vinasambönd á þessum tíma. Guðni frá Fjarðarpóstinum kíkti á okkur, okkur til mikillar gleði. Einstaklega skemmtilegt og fræðandi samstarfsverkefni þarna á ferð og þökkum við börnunum og kennurum kærlega fyrir góðar stundir saman.

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur