Top header icons

COVID spurt og svarað Hrafnista á Facebook
 

Sólveig Sigurðardóttir söng í helgistund á Hrafnistu Laugarási

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2019_solveig_sigurdardottir-songkona-innri.jpeg

Söngkonan Sólveig Sigurðardóttir söng eins og engill í helgistundinni á Hrafnistu Laugarási síðastliðinn miðvikudag. Heimilisfólkið hreyfst af fallegum söng, þegar hún söng Ave María eftir Gomez og fallega lagið Friðarins Guð eftir Árna Thorsteinsson tónskáld. Sólveig er komin af tónlistarfólki og spilaði móðir hennar Kristín Jóhannesdóttir organisti undir á flygilinn.

Sólveig er menntuð í klassískum söng og hefur fjölbreytta reynslu í tónlistinni, kennir söng og er kórstjóri. Einnig spilar hún á píanó, orgel og óbó.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur