Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu Laugarási í Reykjavík

 

Haustfagnaður Hrafnistu við Laugarás var haldinn í gær, fimmtudaginn 19. september, í þjóðlegu haustveðri sem enginn lét þó trufla sig við fagnaðinn. Veislustjóri kvöldsins var Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem skemmti gestum og söng af sinni alkunnu snilld við undirleik Hjartar Ingva Jóhannssonar. Hátíðarræðuna hélt svo Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs, hún fór á kostum bæði í ræðumennsku og tók jafnvel lagið og var gerður góður rómur að framlagi hennar. Veitingarnar voru heldur ekki af verri endanum, kótilettur með öllu tilheyrandi sem fylgt var eftir með ljúffengri súkkulaðimús og svo sannarlega hægt að hrósa kokkunum okkar sem og öllu starfsfólki sem að viðburðinum kom. Aðeins var tæknin að stríða okkur varðandi hljóðkerfið og barst hljóð ekki eins vel á deildar og fyrirhugað var. Botninn í fagnaðinn sló svo hinn eini sanni Bragi Fannar sem þandi nikkuna af gleði eins og honum einum er lagið. Við þökkum öllum sem tóku þátt og lögðu hönd á plóginn við Haustfagnaðinn og óskum þess að haustið megi verða ykkur gott og gjöfult.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur