Top header icons

COVID spurt og svaraðHrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook
 

Samvinnuverkefni Hrafnistu Hraunvangi og leikskólans Norðurbergs.

 

Í dögunum var haldinn Taupokafagnaður í Menningarsalnum á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði í tilefni að því að leikskólanum á Norðurbergi voru hentir 150 taupokar sem unnir höfðu verið í samstarfi milli leikskólans og vinnustofu iðjuþjálfunar á Hrafnistu Hraunvangi. Unnið hefur verið að þessu samstarfsverkefni í heilt ár en það fól í sér að heimilisfólk, þjónustunotendur og starfsfólk Hrafnistu saumaði taupoka undir óhrein og blaut föt leikskólabarnanna. Leikskólinn safnaði efninu en megintilgangur verkefnisins var að gera leikskólann eins plastpokalausan og hægt er. Harpa Björgvinsdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar og Anna Borg leikskólastjóri Norðurbergs sögðu í stuttu máli frá verkefninu og Pétur forstjóri Hrafnistu flutti stutta ræðu. Börnin sungu með Hrafnistukórnum undir stjórn Böðvars Magnússonar og Bragi Fannar lauk hátíðinni með harmonikkuleik og fjöldasöng. Virkilega skemmtilegur dagur sem við áttum saman og ánægjulegt samstarfsverkefni sem við erum ákaflega stolt af.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur