Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Biskup Íslands á Hrafnistu Laugarási

 

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vísiteraði Hrafnistu á hátíðisdegi sjómanna. Með henni í för voru sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur og biskupsritari sr. Þorvaldur Víðisson.

Biskup fundaði með forstjóra Hrafnistuheimilanna Pétri Magnússyni, Sigrúnu Stefánsdóttur forstöðukonu og sr. Svanhildi Blöndal þar sem starfið á Hrafnistu var kynnt ásamt prestþjónustunni sem þar fer fram. Hátíðarguðsþjónusta fór síðan fram kl. 14:00 í samkomusalnum. Frú Agnes prédikaði og sagði meðal annars frá því þegar hún vann sem ung stúlka á Hrafnistu og kynnist þar mörgu góðu fólki.  Biskup sló á létta strengi og höfðu viðstaddir augljóslega ánægju af að hlýða á orð hennar.  Messan var vel sótt bæði af heimilisfólki og aðstandendum þeirra.  Prófastur og biskupsritari tóku þátt í messunni og lásu ritningarlestra. Sr. Svanhildur þjónaði fyrir altari.  Í messunni var sannkölluð tónlistarveisla. Einsöngvari var Örvar Már Kristinsson sem söng meðal annars fallega lagið Friðarins Guð við góðar undirtektir. Kór Áskirkju söng við hátíðarmessuna.

Það er sérstakt gleðiefni að hafa fengið svo góða gesti í heimsókn á þessum helsta hátíðisdegi sjómanna. 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur