Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 21. desember 2018 - Pétur Magnússon, forstjóri

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2018_jolakrakkar-2018.jpeg

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

                                 

Á þessum stysta degi ársins vil ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég vona að þið eigið öll ánægjulegar stundir um hátíðarnar í faðmi fjölskyldu og vina.

Jafnframt þakka ég ykkur kærlega fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á árinu sem er að líða sem var mikið merkisár í 61 árs sögu Hrafnistu.

Ég hlakka mikið til að takast á við árið 2019 með ykkur – þar sem verkefnið verður, rétt eins og áður, að gera mjög góða Hrafnistu ennþá betri!

 

Það eru forréttindi að fá að vinna með öllu því góða fólki sem starfar á Hrafnistu og gerir starfsemina okkar jafn glæsilega og raun ber vitni. Án góðs fólks væri Hrafnista ansi fátækleg og ekki þessi frábæri vinnustaður.

Á sama tíma getum við líka verið stolt af því leiðandi afli sem Hranfista er orðin í öldrunarmálum hér á landi.

 

Af mörgu skemmtilegu sem ég geri í vinnunni er vikan fyrir jól, jafnan ein sú allra skemmtilegasta. Þá fer ég í árlega jólaheimsókn um öll Hrafnistuheimilin sex en þetta er siður sem ég tók upp árið 2009. Þá set ég hefðbundna vinnu til hliðar í rúma 3 daga og reyni að heimsækja allar deildir, skrifstofur, ganga, kaffistofur, setustofur og aðrar einingar á öllum Hrafnistuheimilunum með „jólaálfa“ mér við hlið sem syngja og spila jólalög fyrir starfsfólk, íbúa og aðra gesti - og smá jólanammi fylgir með. Þau flytja 2-5 lög í hverju stoppi og hlustendur eru á bilinu 2-70 í hvert skipti. Í þessum heimsóknum flytja „jólaálfarnir“, örugglega samtals vel á annað hundrað lög (sömu 10-12 lögin sem rúlla) og þau standa sig hreint ótrúlega vel við að koma mér og öðrum í jólaskap.

Nú er ég að klára að komast „hringinn“ á öllum heimilum og var þetta að vanda mjög ánægjulegt verkefni.

 

Á morgun hækkar sól á lofti og daginn fer að lengja aftur.

Gleðilega hátíð!

 

Bestu kveðjur,

Pétur

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur