Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Ný nöfn a deildir Hrafnistu í Reykjavík

Í hádeginu í gær á Skálafelli  voru  tilkynnt ný nöfn á deildir á Hrafnistu í Reykjavík.Deildir fá ný nöfn á Hrafnistu í Reykjavík : Lækjartorg, Vitatorg, Miklatorg, Viðey, Engey, Sólteigur og Mánateigur
Gömlu nöfnin á deildunum voru óþjál og stofnanaleg, því var sett á laggirnar nafnanefnd til að finna ný nöfn. Í henni áttu sæti Alma Birgisdóttir, Betty Guðmundsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Jóhanna Davíðsdóttir, Ruth Árnadóttir og Sigrún Stefánsdóttir. Nefndin óskaði eftir tillögum frá íbúum og starfsmönnum á  heimilinu og bárust nefndinni mjög mörg góð nöfn. Nefndinni beið erfitt starf að velja úr öllum þessu flottu nöfnum, en það hafðist og gott betur þar sem ákveðið var að gefa fleiri stöðum á Hrafnistu nafn en bara deildum.
 
Eftirleiðis heitir- EFG-2, Lækjartorg, DEFG-3, Vitatorg, Vistin heitir Miklatorg. Nöfnin á þessum deildum vísa í miðrýmin sem eru nokkurs konar torg á deildunum. A-3 verður eftirleiðis Viðey, A-4 verður Engey og  en nöfnin vísa í að frá þessum deildum sjást eyjarnar. Deild H-1 verður Sólteigur,  H-2 verður Mánateigur en þær eru með tilvísun í  teigana sem eru í næsta nágrenni við Hrafnistu í Reykjavík. 
Verslunin fékk nafnið Kaupfélagið og aðalanddyrið Ráðhústorg. Vinnustofan á E-4 heitir nú Burstafell. Til að merkja deildirnar  voru útbúnar stórar ljósmyndir sem eru lýsandi fyrir  nöfn deildanna.
Hreinn Magnússon ljósmyndari sá um að útbúa þær.

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur