Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Sjálfboðaliðar á Hrafnistuheimilunum

Við á Hrafnistu erum mjög lánsöm að eiga sjálfboðaliða sem koma og veita íbúum okkar ómetnalega aðstoð við ýmis verk.

Á Hrafnistu Nesvöllum t.d. koma þrjár yndislegar konur reglulega til okkar sem sjálfboðaliðar. Þær Hrafnhildur og Særún koma og aðstoða okkur við að fara með íbúana okkar í sjúkraþjálfun, en fyrir þá sem ekki vita er sjúkraþjálfunin staðsett í kjallaranum og er því um töluvert langar vegalengdir að ræða fyrir íbúana okkar. Ein kær vinkona okkar hún Imma átti maka á Nesvöllum sem lést í upphafi árs árið 2016 en hefur haldið ómetanlegri tryggð við okkur og íbúa einingarinnar sem eiginmaður hennar var á. Imma kemur oft á fimmtudögum og er að aðstoða okkur við að fara með íbúana okkar í helgistund sem eru í sal þjónustumiðstöðvarinnar og einnig á létta föstudaga sem haldnir eru í salnum. Það er ekki bara þessi verk sem þær létta undir með okkur heldur eru þetta svo mikil gæði sem þær eru að veita íbúunum okkar með samtölum sínum og nærveru. Er þetta ómetanleg aðstoð sem við fáum frá þessum yndislegu konum.

 

 

 • Til baka takki

  Banners neðst á forsíðu 1

  Happdrætti DAS 

   

  Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
  Samþykkja kökur