Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Morgunblaðið vegur ranglega að Hrafnistu

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2017_daslogo.jpeg

Á forsíðu Morgunblaðsins og vefsíðunni mbl.is birtist í morgun frétt undir fyrirsögninni „Segir framkomu Hrafnistu dapurlega“. Þar er fjallað um grein Ingu Sæland alþingismanns varðandi íbúðaleigufélagið Naustavör ehf, dótturfélags Sjómannadagsráðs.

Hér skal upplýst að þessi fyrirsögn Morgunblaðsins og mbl.is á við engin rök að styðjast enda er Hrafnista ekki aðili að þessu máli.

Við hörmum þessi óvönduðu vinnubrögð Morgunblaðsins og mbl.is. Í morgun óskuðum við eftir gerðar yrðu leiðréttingar strax. Mbl.is lagaði fyrirsögn sína kl 9:13 í morgun en því miður er skaðinn orðinn þar sem búið er að prenta Morgunblaðið og bera út. Vonandi sér Morgunblaðið þó sóma sinn í að leiðrétta fréttina í næsta tölublaði með áberandi hætti.

Hrafnistu eru málefni íbúða Naustavarar ehf óviðkomandi enda þótt bæði félögin, Hrafnista og Naustavör, séu í eigu sama aðila, Sjómannadagsráðs. Á hjúkrunarheimilum Hrafnistu búa rúmlega 600 aldraðir einstaklingar sem njóta fjölbreyttrar þjónustu og umönnunar allan sólarhringinn og sýna opinberir mælikvarðar að sú þjónusta er í fremstu röð hér á landi. Íbúar í leiguíbúðum Naustavarar eru ekki á ábyrgð Hrafnistu enda þótt þeim standi til boða að kaupa ýmsa þjónustu sem veitt er á Hrafnistu.

Óvönduð framsetning Morgunblaðsins er því miður til þess fallin að valda ibúum Hrafnistu og aðstandendum þeirra áhyggjum, algerlega að ástæðulausu. Við hörmum þau óþægindi sem þetta mál kann að hafa valdið íbúum Hrafnistu og aðstandendum þeirra, sem og starfsfólki Hrafnistuheimilanna og öðrum velunnurum okkar.

Ég vona að þessi leiði misskilningur sé leiðréttur hér með og allir njóti vikunnar með eins góðum hætti og mögulegt er.

 

16. apríl 2018.

F.h. Hrafnistuheimilanna,

Pétur Magnússon

Forstjóri

 

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur