Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Hrafnistu í Reykjavík fært að gjöf myndverk eftir Baldur Sigurjónsson

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2017_myndverk_baldur_sigurjons_front.jpeg

Hrafnistu í Reykjavík var á dögunum fært að gjöf myndverk frá fjölskyldu Baldurs Sigurjónssonar.

Verkið er eftir Baldur og heitir „Hafsjór af peningum“. Það samanstendur af ríflega 7000 gömlum íslenskum smápeningum. Peningarnir mynda hafið sem umlykur líkan af Íslandi sem skorið er úr birkiplötu, ættaðri úr Hallormsstaðaskógi. Á sjónum sigla svo útkipppt líkön af togurum og kaupskipum frá liðinni tíð. Gervallt myntsafn Baldurs fór í verkið. Baldur var fæddur  árið 1922 og lifði og starfaði  í Reykjavík alla tíð.  Hann lést í október 2015.

Við þökkum afkomendum Baldurs kærlega fyrir þessa glæsilegu gjöf.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þega fjölskylda Baldurs afhenti Hrafnistu í Reykjavík verkið. Pétur Magnússon forstjóri og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður í Reykjavík veittu verkinu viðtöku.

 

 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur