Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

Málþing iðjuþjálfa í öldrun á Hrafnistu í Hafnarfirði - Listin að lifa, fimmtudaginn 5. apríl 2018

Fimmtudaginn 5. apríl var haldið málþing iðjuþjálfa í öldrun sem bar nafnið "Listin að lifa." Framkvæmdaráð Hrafnistu ákvað að halda málþing um iðjuþjálfun og óskaði eftir samstarfi við fagráð iðjuþjálfunar á Hrafnistu. Talin var ástæða til að setja iðjuþjálfun fram í sviðsljósið í því skyni að fá innsýn inn í störf iðjuþjálfa sem og að fræðast um það góða starf sem verið er að gera bæði á Hrafnistu og annars staðar. Einnig var þetta hugsaður sem vettvangur fyrir iðjuþálfara í öldrun til að koma saman og ræða málin.

Málþingið var vel sótt, en yfir 80 manns voru skráðir. Fagráð iðjuþjálfa á Hrafnistu, Sigurbjörg Hannesdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Sara Pálmadóttir, Erla Durr Magnúsdóttir og Svanborg Guðmundsdóttir auk Nönnu Guðnýjar Sigurðardóttur gæðastjóra, Soffíu Egilsdóttur fræðslufulltrúa, Huldu S. Helgadóttur starfsmanns á skrifstofu Hrafnistu og Maríu Fjólu Harðardóttur framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs, skipuðu undirbúningsnefnd.

Málþingið heppnaðist vel og komu gestir að frá hinum ýmsu landshornum, auk höfuðborgarsvæðisins og var þetta ánægjulegur og fróðlegur dagur.

Hrafnista þakkar undirbúningsnefnd fyrir vel unnið og metnaðarfullt starf auk þess sem við þökkum stjórn Hrafnistu fyrir að styðja við þetta frábæra framtak. Við gerum ráð fyrir að þetta sé byrjun á því sem koma skal og aðrar fagstéttir Hrafnistu verði í sviðsljósinu í framtíðinni.

 

María Fjóla Harðardóttir,

Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.

 

 • Til baka takki

  Banners neðst á forsíðu 1

  Happdrætti DAS 

   

  Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
  Samþykkja kökur