Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 18. september 2020 - María Fjóla Harðardóttir, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 18. september 2020.

 

Heil og sæl öll,

 

Covid bylgja númer þrjú

Okkar hefðbundnu verkefni í starfsemi Hrafnistu voru komin af stað og við höfðum aðeins létt á Covid takmörkunum, þegar nú skellur á okkur enn ein bylgjan. Hrafnista hrökk í gírinn, öll sem ein enda fagmenn upp til hópa, og setti í gang viðbragð í því skyni að draga úr líkum á smiti inn á heimilin. Viðbrögðin eru í formi takmörkun á fjölda gesta inn á heimilin, 1 meter er aukinn aftur í 2ja metra regluna (fyrir þá sem eru ekki í sama sótthólfi). Við biðjum bæði starfsfólk, íbúa og aðstandendur að halda sig frá mannmörgum stöðum, gæta að handþvotti og spritti og setja sig í samband við yfirmann ef einkenna verður vart.

Skemmtum sjálfum okkur og öðrum

Rætt hefur verið á neyðarstjórnarfundi Hrafnistu um leiðir sem við getum farið til að gleðja íbúa og starfsfólk. Kannski er eitthvað óvænt á leiðinni, hver veit? 

Einnig hefur neyðarstjórnin rætt heilmikið um að matur er manns gaman og því hafa fulltrúar okkar í framleiðslueldhúsi Hrafnistu farið af stað með að gera könnun á því hvað íbúar og starfsfólk langar í matinn. Farið verður svo í framhaldi yfir matseðla Hrafnistu. Virkilega spennandi.

Starfsafmæli á Hrafnistu

Það hefur nú aldeilis verið nóg að gera í starfsafmælisgjöfum undanfarna mánuði, allt frá 3 ára og upp í 35 ára starfsafmæli en í hverjum mánuði á hópur starfsmanna formleg starfsafmæli hér hjá okkur á Hrafnistu og fá allir afhentar starfsafmælisgjafir í samræmi við það. Það gleður stjórnendur fátt eins mikið og að gefa starfsafmælisgjafir. Þeir vita, líkt og ég, að söfnun á starfsaldri er ekki aðeins merki um tryggð starfsfólks við Hrafnistu heldur einnig sú þekking og reynsla sem því fylgir og er okkur dýrmæt.  Það kemur mér ekki á óvart hversu margar starfsafmælisgjafir þetta eru því ég veit það á eigin skinni hvað það er gott að vinna á Hrafnistu.

Í maí, júní, júlí, ágúst og september áttu eftirfarandi starfsmenn starfsafmæli:

Starfsafmæli í maí

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Ágúst Logi Pétursson á Sól-/Mánateig og Katarzyna Nowacka í eldhúsi. Jenný Sigrún Á. Guðmundsdóttir á Ölduhrauni og Thelma Karen Arnarsdóttir á Sjávar-/Ægishrauni báðar í Hraunvangi. Í Boðaþingi eru það Clara Guðjónsdóttir, Sandra Björk Bjarnadóttir og Helga Margrét Gíslasdóttir. Á Hlévangi er það Sylvia Godlewska og á Ísafold eru það Valgerður Sif Ásgeirsdóttir og Rut Aradóttir.

5 ára starfsafmæli: Í Hraunvangi er það Birgitta Björt Björnsdóttir á Sjávar-/Ægishrauni. Anna Björk Sigurjónsdóttir í Boðaþingi og Elísa Ósk Þorsteinsdóttir, Iwona Czaplinska og Halina Wójcik allar á Nesvöllum.

10 ára starfsafmæli: Sonja Pétursdóttir á Hrafnistu Ísafold.

Starfsafmæli í júní

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Telma Rós Karlsdóttir á Vitatorgi, Hildigunnur Ingadóttir og Rebekka Rún Hjartardóttir báðar á Sól-/Mánateig. Í Hraunvangi eru það Adam Jarron og Hanna María Jónsdóttir bæði á Báruhrauni. Matthildur Fríða Gunnarsdóttir í borðsal, Theodóra Haraldsdóttir á Bylgjuhrauni og Carolina Vejic Carticiano í ræstingu. Í Boðaþingi er það Brynja Rut Kristinsdóttir. Á Nesvöllum er það Sara Dögg Hafþórsdóttir og á Ísafold eru það Þóra Regína Böðvarsdóttir, Daria Shramko og Sólveig Guðmundsdóttir.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Birna María Einarsdóttir á Lækjartorgi. Í Hraunvangi er það Chithra Gurudaneya Wedagedara á Ölduhrauni. Á Nesvöllum eru það Parpai Inlert, Anna Elzbieta Wojciechowska, Mayuree Damalee og María Kathleen M. Smith og Heiðrún Tara Stefánsdóttir á Hlévangi.

10 ára starfsafmæli: Ausra Geciene í borðsal á Hrafnistu Hraunvangi.

Starfsafmæli í júlí

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það María Abreu á Sól-/Mánateig og Katarzyna Momuntjuk í eldhúsi. Í Hraunvangi eru það Gunnhildur Ýr Þrastardóttir á Ölduhrauni, Rósa Kristín Guðleifsdóttir á Báruhrauni og Gefjun Glóð Ragnarsdóttir á Sjávar-/Ægishrauni. Kamilla Anna Soswa á Hlévangi og á Ísafold eru það Birna Ingvarsdóttir, Heiða Mist Kristjánsdóttir og Gergana D. Hristova.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarásri eru það Karen María Einarsdóttir á Lækjartorgi og Joanna Wilchowska í eldhúsi. Í Hraunvangi er það Elísabeth Saga Pedersen. Á Hlévangi er það Anita Gawek.

15 ára starfsafmæli: Dagrún Magnúsdóttir á Ölduhrauni Hrafnistu Hraunvangi.

Síðast en ekki síst er það hún Elín Poulsen Park í sjúkraþjálfun á Hrafnistu Hraunvangi sem hefur starfað á Hrafnistu í 35 ár.

Starfsafmæli í ágúst

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Helena Jaya Gunnarsdóttir og Arnheiður Húnbogadóttir báðar á Miklatorgi og Guðríður Ingvarsdóttir á Sól-/Mánateig. Í Hraunvangi er það Vera Helgadóttir á Báruhrauni. Í Boðaþingi eru það Þórhildur Braga Þórðardóttir og Linda Björk Bjarnadóttir. Á Nesvöllum er það Seeka Butprom og á Ísafold eru það Andzelina M. Kusowska Sigurðsson, Súsanna Viderö og Hrafnhildur Kristjánsdóttir.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarásri eru það Þorsteinn Arinbjarnarson á Sól-/Mánateig, Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir í iðjuþjálfun og Anna Jóna Víðisdóttir á Lækjartorgi. Í Hraunvangi eru það Aðalbjörg Ellertsdóttir á Ölduhrauni og Valgerður Bjarnadóttir á þjónustuborði. Á Hlévangi er það Iwona Anna Chudzik.

15 ára starfsafmæli: Perla Thoa Kim Thai í borðsal á Hrafnistu Laugarási.

20 ára starfsafmæli: Eygló Sævarsdóttir í borðsal á Hrafnistu Hraunvangi.

Starfsafmæli í september

3 ára starfsafmæli: Í Hraunvangi eru það Guðmunda S. Sigurbjörnsdóttir í borðsalnum og Rakel Einarsdóttir á skrifstofunni. Í Boðaþingi eru það Lilja Pálína Kristjánsdóttir deildarstjóri í dagdvöl og Elísa Dóra Theódórsdóttir. Á Nesvöllum er það Patricia Cerqueira De Jesus. Á Ísafold eru það Agnes Ýr Rósmundsdóttir og Kristín María Juliosdóttir og á Sléttuvegi eru það Ásthildur Guðlaugsdóttir, Þórunn Þöll Egilsdóttir, María Ósk Albertsdóttir og Sonja Björk Guðmundsdóttir.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Tanja Dögg Guðjónsdóttir á launadeild, Halldór Eiríksson innkaupastjóri, Eygló Tómasdóttir deildarstjóri og Inga Rún Óskarsdóttir báðar á Lækjartorgi. Í Hraunvangi eru það Valgerður Guðrún Torfadóttir og Karen Hólmfríður Fons, báðar á Ölduhrauni og Sylvía Haarde á Bylgjuhrauni. Í Boðaþingi eru það Anný Lára Emilsdóttir forstöðumaður og Anna Kristín Ólafsdóttir. Á Hlévangi er það Guðlaug Þóra Sveinsdóttir. Á Sléttuvegi er það Lilja Björk Bjarnadóttir.

10 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Bjarney Sigurðardóttir og Nanna G. Sigurðardóttir báðar á heilbrigðissviði og Jozefa Biermann á Miklatorgi-Engey.

15 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Svanhildur Blöndal prestur og Hanna Emelita Gunnlaugsdóttir í eldhúsi. Á Sléttuvegi eru það Bungorn Tangrodjanakajorn og Dagný Jónsdóttir deildarstjóri á Bergi.

20 ára starfsafmæli: Elilebeth de la Cruz á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási.

 

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu.

 

Kveðja til ykkar og góða helgi,

María Fjóla Harðardóttir,

Forstjóri Hrafnistu

Lesa meira...

Síða 90 af 330

Til baka takki