Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 30. júní 2017 - Pétur Magnússon, forstjóri

Old letter
Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 30. júní 2017.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

*Glöggt er gests augað

Í síðustu viku heimsótti góður gestur Hrafnistu. Það var Dr. Mark Britnell sem er stjórnarformaður KPMG Global Health og höfundur bókarinnar "In Search of the Perfect Health System".

Mark er reyndur stjórnandi úr breska heilbrigðiskerfinu og var m.a. forstjóri Háskólasjúkrahússins í Birmingham, sem er stærsta sjúkrahús Bretlands. Frá því að hann gekk til liðs við KPMG árið 2009 hefur hann veitt ráðgjöf til stjórnvalda og stjórnenda innan heilbrigðisgeirans í 60 löndum um allan heim.

Á ferð sinni á Íslandi hélt hann mjög áhugavert erindi hér á landi sem var fjölsótt. Þar byggði hann á reynslu sinni og leitaðist við að svara spurningunni hvort hið fullkomna heilbrigðiskerfi sé til en hann hefur borið þessi mál saman í ólíkum löndum. Tók hann mjög forvitnileg dæmi úr ólíkum heimshornum. Þetta var mjög áhugaverður fundur sem vakti athygli fjölmiðla hér á landi, enda hefur hann töluvert skoðað íslenska heilbrigðiskerfið.

Hægt er að lesa betur um þetta hér:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/06/21/segir_heilbrigdisyfirvold_a_rangri_braut/

http://www.ruv.is/frett/heilbrigdiskerfid-er-illa-samhaeft

Mark gaf sér líka tíma til að skoða sig aðeins um á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hann átti fínan fund með fulltrúum framkvæmdráðs Hrafnistu og fulltrúum frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Gaman er að segja frá því að Mark var heillaður af heimilinu okkar. Eins og fram hefur komið hefur hann skoðað heilbrigðiskerfi víða um heim en hann var mjög hrifinn af Hrafnistu og sagði það vera eitthvað það besta sem hann hafði séð - þannig að við getum ekki annað en tekið stolt við hrósi. Við vorum þó sammála um að þjónustan væri samt alltaf aðalatriðið, og hana væri auðvitað ekki hægt að meta í einni skoðunarferð.

Hann sagði okkur að fram að þessu hefðu hjúkrunarheimili sem hann skoðaði í Singapúr og annað í Japan borið af, en nú værum við komin með toppsætið. - Og hann á líka eftir að skoða hin heimilin okkar.

Gaman að þessu og minnir okkur á að við eigum að vera stolt af því sem við erum að gera – á heimsvísu!

Hér er örstutt kynningarmynd um fyrirlesturinn og bókina ef þið hafið áhuga:

https://home.kpmg.com/xx/en/home/insights/2015/09/video-in-search-of-the-perfect-health-system.html

 

*Útigrill á öllum Hrafnistuheimilunum í sumar!

Einn af hápunktunum í sumarstarfinu eru útigrillin hjá okkur. Þá tökum við okkur til í hádeginu á góðviðrisdegi, skellum út borðum og stólum, drífum sem flesta út, kokkarnir kynda í grillunum og allir drekka sumarið í sig undir harmonikkutónlist. Þessari skemmtilegu hefð ætlum við markvisst að halda í heiðri í sumar. Þar sem Hrafnistuheimilin eru nú orðin sex talsins og töluverð fyrirhöfn er að setja eina grillveislu í gang, höfum við raðað heimilunum niður á vikur.

Ég vona eins og venjulega að þið verðið klár í slaginn þegar kallið kemur um grillveislu á ykkar heimili þannig að grilldagurinn verði eins ljómandi góður og mögulegt er – enda þurfa allir að leggjast á eitt svo málin gangi upp.

Forstöðumenn (eða staðgenglar þeirra) eru með nánari upplýsingar um fyrirhugaða daga á hverju heimil en auðvitað verður verðurspáin að hafa síðasta orðið. Gróft yfirlit er svona:

Júlí 03.07-07.07= Hlévangur

Júlí 10.07-14.07= Hafnarfjörður

Júlí 17.07-21.07= Nesvellir

Júlí 24.07-28.07= Boðaþing og Ísafold

Júlí 31.07-04.08= Reykjavík

Þetta verður bara gaman!

 

Starfsafmæli í júní

Nú í júní eiga nokkrir úr okkar glæsta starfsmannahópi formleg starfsafmæli hér á Hrafnistu. Þetta eru:

3 ára starfsafmæli: Í Reykjavík eru það Glódís Garðarsdóttir, Ananda Gabriela Silva Sarmiento, Guðrún Alda Björnsdóttir og Greipur Garðarsson, öll á Sólteig/Mánateig. Í Hafnarfirði eru það Guðrún Auður Harðardóttir á Sjávar- og Ægishrauni, Helga Kristín Ólafsdóttir á Ölduhrauni og Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir aðstoðardeildarstjóri á Bylgjuhrauni. Á Nesvöllum eru það Magnea Magnúsdóttir, Elina Elísabet Azarevich, Katla Vilmundardóttir og Kjartan Berg Rútsson og á Hlévangi Stefanía Björk Reynisdóttir og Sigurdís Reynisdóttir, deildarstjóri sjúkraþjálfunar.

5 ára starfsafmæli: Eva Björg Guðlaugsdóttir og Rut Jónasdóttir, báðar í Kópavogi. Í Hafnarfirði eru það Margrét Helga Bragadóttir og Prasanga Gunasekara, bæði í borðsal. Í Reykjavík eru það Alexis Mae Leonar og Sunna Dögg Sigrúnardóttir á Miklatorgi, Guðbjörg María Árnadóttir félagsráðgjafi, Ragna Hafdís Stefánsdóttir í dagþjálfun, Gréta Jóhanna Ingólfsdóttir á Lækjartorgi og Anna Sigríður Þorleifsdóttir aðstoðardeildarstjóri á Sólteigi/Mánateigi.

10 ára starfsafmæli: Margrét M. Magnúsdóttir á Miklatorgi í Reykjavík.

Hjartanlega til hamingju öll og kærar þakkir fyrir tryggðina við Hrafnistu!

 

Föstudagsmolarnir fara nú í frí til föstudagsins 4. ágúst.

Góða helgi og hafið það nú gott í sumar!

 

Bestu kveðjur,

Pétur

Síða 229 af 330

Til baka takki