Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 15. september 2017 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 15. september 2017.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Haustfagnaðir framundan

Nú þegar skemmtilegu sumri er lokið er alveg að verða tímabært að huga að komandi vetri enda eru í dag nákvæmlega 100 dagar til jóla. Við hér á Hrafnistuheimilunum höfum viðhaldið þeirri skemmtilegu hefð á haustin að efna til glæsilegra haustfagnaða fyrir íbúa okkar og gesti þeirra á hverju heimili. Þar fer fólk í sitt fínasta púss, borðar góðan mat, húsnæðið er skreytt og flott skemmtiatriði eru í boði. Árið í ár er þar engin undantekning en það er Reykjavík sem ríður á vaðið nú á fimmtudag. Þar ætla að sjá um söng og gleði yfir borðhaldinu skemmtikraftarnir Selma Björnsdóttir og Jógvan Hansen og á eftir verður dansiball.

Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja alla til að vera virkir þátttakendur á sínum heimilum þannig að íbúar okkar geti notið þessa viðburða sem allra best.

 

Haustfagnaðir Hrafnistuheimilanna verða sem hér segir: Dagskrá og tímasetningar verða kynntar betur þegar nær dregur á hverjum stað fyrir sig.

Hrafnista Reykjavík – 21. september

Hrafnista Hlévangi – 5. október

Hrafnista Kópavogur – 12. október

Hrafnista Hafnarfjörður – 13. október

Hrafnista Nesvellir – 19. október

Hrafnista Ísafold – 2. nóvember

 

Starfsmannafélögin okkar öflug

Það eru ekki bara íbúarnir okkar sem eru duglegir að gera sér glaðan dag. Eitt af einkennum góðra vinnustaða er góður starfsandi sem meðal annars kemur fram í virkri samveru starfsfólks öðru hverju. Það eru ekki bara deildirnar sjálfar sem eru margar hverjar mjög duglegar að gera eitthvað saman heldur eru öll heimilin okkar með starfsmannafélög á hverjum stað. Í Garðabænum var flott grillveisla nú síðsumars og í síðustu viku tók ég til dæmis þátt í mjög skemmtilegu púttmóti golfklúbbs starfsmanna Hrafnistuheimilanna. Á dögunum fór ég svo með starfsmannafélagi Hrafnistu í Hafnarfirði í mjög skemmtilega óvissuferð um Suðurland. Reykjanesbæjarfélagið var með mjög vel heppnað keilukvöld um síðustu helgi og Reykjavíkurfélagið stefnir á skemmtilega ferð í Þórsmörk í lok mánaðarins.

Gaman að þessu og vonandi halda starfmannafélögin okkar áfram að vera sem öflugust. Ekkert félag er þó öflugra en fólkið sem í því er og því vil ég koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra sem taka að sér að vera í forsvari þessara félaga okkar. Þetta framlag ykkar er mjög mikilvægt fyrir Hrafnisturnar okkar.

 

Starfsafmæli í september

Venju samkvæmt eru nokkrir fulltrúar í okkar flotta starfmannahópi sem fagna formlegum starfsafmælum hjá Hrafnistu nú í septembermánuði. Fá þau afhentar gjafir á næstunni vegna þessa. Þetta ágæta starfsfólk er að þessu sinni:

3 ára starfsafmæli: Í Reykjavík er það Theódóra Sigrún Haraldsdóttir á Vitatorgi. Í Hafnarfirði eru það Kristrún Valtýsdóttir í borðsal og Laufey Sigrún Sigmarsdóttir á Bylgjuhrauni. Í Kópavogi eru það Helga Magnea Harðardóttir og Júlía Helga Jakobsdóttir. Í Reykjanesbænum eru það Edda Sóley Kristjánsdóttir á Nesvöllum og Jóna Rut Gísladóttir á Hlévangi.

5 ára starfsafmæli:Þóra Karólína Ágústsdóttir á Miklatorgi í Reykjavík, Harpa Björgvinsdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar og félagsstarfs og Hrefna Ásmundsdóttir, aðstoðardeildarstjóri Ölduhrauns, báðar í Hafnarfirði.

10 ára starfsafmæli:Margrét Ann Þórarinsdóttir í borðsal og Sigrún M. Vilhjálmsdóttir á Lækjartorgi, báðar í Reykjavík, Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður í Hafnarfirði og Sara Pálmadóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar og félagsstarfs í Garðabæ.

15 ára starfsafmæli: Wilma P. Cortes í ræstingu í Hafnarfirði.

20 ára starfsafmæli: Anna Huld Auðbergsdóttir á Lækjartorgi og Hólmfríður Bjarkadóttir á Miklatorgi, báðar í Reykjavík.

 

Hjartanlega til hamingju með áfangann og kærar þakkir fyrir ykkar framlag og tryggð við Hrafnistu!

 

Góða helgi!

 

Bestu kveðjur,

Pétur

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur