Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 26. maí 2017 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 26. maí 2017.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

*Sumarið er tíminn!

Einn af vorboðunum á Hrafnistu er sumarafleysingafólkið og ótvíræður sumarboði eru öll nýju andlitin sem eru á sveimi þar sem sumarstarfsfólkið okkar er. Þetta árið erum við með 200-250 manns í sumarafleysingu sem gerir okkur að einum stærsta vinnustað landsins sem ræður sumarafleysingafólk. Mér finnst sjálfum alltaf gaman af þessum árstíma þar sem ferskur blær fylgir öllu þessu nýja fólki og ýmsar nýjar hugmyndir kvikna. En á móti kemur að flest þurfum við hin að vera með aukaskammta af þolinmæði í farteskinu þessa tíma þar sem nýliðar þurfa tíma og æfingu til að ná tökum á öllu sem gera þarf.

Um leið og ég býð sumarafleysingafólk Hrafnistuheimilanna hjartanlega velkomið til okkar vil ég minna okkur hin sem lengur hafa starfað á Hrafnistu að sýna nýja fólkinu umburðarlyndi og þolinmæði með stór bros á vör

 

*Nýtt skipurit Hrafnistu gefið út.

Reglulega uppfærum við skipurit Hrafnistuheimilanna en skipuritið er öllum sýnilegt á heimasíðu Hrafnistu. Það er mikilvægt fyrir starfsemina að skipulag og boðleiðir séu skýrar. Á síðustu árum höfum við uppfært skipuritið tvisvar á ári enda alltaf einhverjar smávægilegar breytingar á hverju ári. Helstu breytingarnar frá síðasta skipuriti eru að nú er Garðabær kominn formlega inn í skipuritið í fyrsta skipti en einnig er kominn nýr stjórnarformaður Sjómannadagsráðs. Eins og venjulega hafa svo alltaf einhverjar smávægilega breytingar orðið í stjórnendahópnum.

Nýja skipuritið mun koma hér inn á heimasíðuna okkar á næstu dögum.

 

*Hrafnistu-myndbandið komið á heimasíðuna

Á glæsilegri árshátíð Hrafnistuheimilanna, sem fram fór á dögunum, frumsýndum við nýtt og skemmtilegt kynningarmyndband um Hrafnistu. Myndbandið sem er aðeins rúmar 2 mínútur að lengd er hugsað fyrir alla sem vilja kynnast Hrafnistu með fljótlegum og skemmtilegum hætti.

Kynningarmyndbandið er nú aðgengilegt á heimasíðunni, bæði á ytri og innri vef. Það má finna á forsíðunni, bæði í stiku hægra megin og einnig sem hlekkur efst í stiku undir „> Um Hrafnistu > Kynningarefni“.

Njótið vel og leyfið sem flestum að njóta með ykkur!

 

Starfsafmæli í maí

Í maí eiga venju samkvæmt, nokkrir úr okkar glæsta starfsmannahópi formleg starfsamæli. Þetta eru:

3 ára starfsafmæli:Erna Frímannsdóttir á Sól- og Mánateigi í Reykjavík. Í Hafnarfirði eru það Embla Mjöll Elíasdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir á Báruhrauni, Þórdís Úlfarsdóttir í borðsal og Ólöf Birna Sveinsdóttir á Sjávar- og Ægishrauni.

5 ára starsafmæli:Magnea Rut Marteinsdóttir á Sól- og Mánateigi í Reykjavík.

10 ára starfsafmæli: Elisabet Olsen á Ölduhrauni og Lelet M.Estrada á Báruhrauni, báðar í Hafnarfirði.

15 ára starfsafmæli:Heimir Einarsson, kokkur í eldhúsinu í Reykjavík.

Hafið bestu þakkir og kveðjur öll fyrir ykkar framlag til Hrafnistu og störf í þágu aldraðra.

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur