Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 5. maí 2017 - Gestaskrifari er Bjarney Sigurðardóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Kópavogi

Það er að koma sumar

Ótrúlegt en satt er enn einu sinni að koma sumar. Yfir veturinn trúir maður varla að það komi nokkurn tíma sumar, finnst alltaf kalt og vorið núna verra en í fyrra og hvað þá hittifyrra. En allt í einu er kominn 14 stiga hiti og sól þótt sé bara byrjun maí og þá er svartsýnin sem greip mann óskiljanleg því það er jú alveg ljóst að sumarið kemur einu sinni á ári.

Það verður einhvern veginn allt einfaldara í góðu veðri. Umhverfishljóðin eru fallegri, fólk er brosmildara og meiri léttleiki yfir öllu. Sumarið er líka tími breytinga hjá okkur. Við sem erum í vinnu komumst í sumarfrí og sumarafleysingarfólk byrjar að vinna.

Þessi tími getur samt líka reynt á bæði fyrir  starfsmenn og ekki síður íbúa á hjúkrunarheimilum. Þeir sem koma í sumarafleysingar eru ekki allir með reynslu og það þarf að setja þá inn í starfið og það er aukið álag á þá sem eru í vinnu að vera með óreyndu fólki. En það er líka ótrúlega gaman að kynnast nýju fólki sem hefur ekki endilega sömu sýn og skoðun og maður sjálfur og frábært að fá þau í vinnu því annars yrði nú lítið úr sumarfríi hjá okkur hinum. En þetta er einnig álag fyrir íbúana okkar. Þeir eru vanir ákveðinni rútínu og ákveðnu starfsfólki og það breytist töluvert yfir sumartímann. Það dregur úr virkni félagsstarfs og þjálfunar og síðast en ekki síst eru aðstandendur þeirra ekki endilega eins mikið til staðar eins og yfir veturinn þar sem þeir fara líka í frí eins og við starfsfólkið. Sumartíminn er því stundum tími  óöryggis og einsemdar fyrir íbúana okkar.

En það er mikilvægt að minna sig og aðra á að sumarið er góður tími, tími til að njóta birtu, umhverfis, nýrra andlita og tilbreytingar. Njóta augnabliksins og muna eftir að gleðjast og hlæja.

Lífið er núna.

 

Bjarney Sigurðardóttir

Forstöðumaður Hrafnistu í Kópavogi.

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur