Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 28. apríl 2017 - Gestaskrifari er Sigurður Á. Sigurðsson, forstjóri Happdrættis D.A.S.

Gleðilegt sumar

Glæsileg vinningskrá – meiri vinningslíkur

 

30 milljónir á eitt númer sex sinnum yfir árið.

Nýtt happdrættisár fer í hönd í maí og er fyrsti útdrátturinn þriðjudaginn 9. maí n.k. Næsti útdráttur fer fram 2 dögum síðar og því dregið tvisvar í þeirri viku.

Heildarverðmæti vinninga verður rúmar þúsund milljónir króna. Heildarfjöldi vinninga verður 51.516 en aðeins 80.000 eru í hverjum útdrætti.

Sex aðalvinningar, hver að upphæð 30 milljónir verða dregnir út á árinu. Auk þess 6 aðalvinningar á 6 milljónir hver og 40 aðalvinningar á 4 milljónir hver m.v. tvöfaldan miða.

Möguleikinn á að hljóta vinning er hvergi meiri í nokkru íslensku happdrætti sem dregur vikulega. Jafnvel þó víðar væri leitað. Aðeins 80 þúsund númer í hverjum útdrætti.

 

Starfsmannafélög fá bónusa.

Nýlega var undirritaður samningur milli starfsmannafélaga Hrafnistu Reykjavíkur og Hafnarfjarðar annarsvegar og Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins hinsvegar um að 10% af sölu miða sem seldir eru í verslunumá Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Hafnarfirði renni í starfsmannasjóð starfsfólks heimilanna. Um leið og starfsfólk kaupir sjálft miða eða hvetur sína nánustu til að kaupa miða þar er starfsfólk þessara heimila að njóta góðs af.

 

Miðaverð helst óbreytt.

Einfaldur miði kostar 1.500 kr. og tvöfaldur 3.000 kr. Hátt í 50% af hverjum seldum miða fer í vinninga. Aðeins eitt happdrætti er með hærri vinningshlutfall en það dregur einu sinni í mánuði á meðan Happdrætti DAS dregur vikulega. Það þýðir 4 sinnum meiri möguleika á að hljóta aðalvinning í Happdrætti DAS. Vinningshlutfallið segir ekki allt.

 

Ágóðinn

Happdrætti DAS er og hefur verið fjárhagslegur bakhjarl við uppbyggingu frá því 1954 er happdrættið var sett á laggirnar. Nú á síðari árum hefur ágóðinn farið í endurnýjun á eldra húsnæði. Peningarnir detta nefnilega ekki af himnum ofan.

Við getum nefnt Skálafell, anddyrið á Hrafnistu í Reykjavík, þátttaka í fjármögnun á stækkun herbergja og svo fyrirhugaðar endurbætur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þannig njóta allir góðs (bæði íbúar og starfsfólk Hrafnistu) af þeim góða árangri sem Happdrætti DAS skilar til eigenda sinna.

 

Happadráttur DAS í Færeyjum.

Árið 1995 hóf Happdrætti DAS að selja happdrættismiða í Færeyjum. Færeyingar tóku þessu „uppátæki“ mjög vel og hefur salan verið jöfn öll þessi ár. Ekkert umboð er í Færeyjum og því fá Færeyingar ýmist senda gíróseðla heim til sín mánaðarlega frá Íslandi eða greiða með kreditkortum. Happdrætti DAS þýðir Happadráttur DAS í Færeyjum.

Stöndum saman og hvetjum fólk til að kaupa miða. Um leið og góðu málefni er lagt lið er von á góðum vinningum.

Fyrir hönd Happdrættis D.A.S. og starfsfólks þess óskum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ og nú Garðabæ gleðilegs sumars.

 

Sigurður Ágúst Sigurðsson,

forstjóri  Happdrættis D.A.S.

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur