Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 24. febrúar 2017 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 24. febrúar 2017.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

Árshátíðin er 25. mars!

Það er alltaf ánægjulegt að fá að minnast á árshátíðina okkar, árshátíð starfsfólks allra Hrafnistuheimilanna. Nú eru auglýsingar komnar upp víða um deildir svo þetta hefur vonandi ekki farið framhjá neinum. Árshátíðin er þetta árið haldin í Gullhömrum og vona ég að allar deildir allra heimila okkar muni fjölmenna. Veislustjórar verða þau Saga Garðarsdóttir og Steindi Jr. en miðaverð er aðeins 2.000 kr. fyrir starfsfólk en 6.000 kr. fyrir maka.

Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest í Gullhömrum 25. mars!

 

Kvikmyndatökur í næstu viku.

Eins og kynnt hefur verið, er árið 2017 mikið afmælisár í sögu Hrafnistu. Hrafnista í Reykjavík fagnar 60 ára afmæli og Hrafnista í Hafnarfirði 40 ára afmæli. Auk þess fagnar Sjómannadagsráð 80 ára afmæli sínu í lok ársins. Í tilefni af afmælisárinu er þessa dagana verið að gera örstutt kynningarmyndband um starfsemi Hrafnistu.

Næstu tvær vikur eða svo munu standa yfir myndatökur úr daglegu starfi þar sem reynt verður að sýna sem mest úr okkar fjölbreytta og glæsilega starfi.

Ég vona að þið takið vel á móti kvikmyndagerðarfólki ef það mætir í heimsókn til ykkar en Hulda S. Helgadóttir mun halda utan um tökurnar fyrir okkar hönd og setja sig í samband við þær deildir sem kvikmyndað verður á.

Vonandi náum við svo að frumsýna kynningarmyndina á árshátíðinni okkar.

 

Öskudagurinn og félagar framundan!

Að lokum vil ég minna á öskudaginn sem er í næstu viku. Sú skemmtilega hefð hefur nú náð að skapast á öllum okkar heimilum að starfsfólk og íbúar setja upp hatta og fara jafnvel í búning í tilefni dagsins.

Ég skora á ykkur að taka þátt í að viðhalda þessum skemmtilega sið og er sjálfur byrjaður að undirbúa mig.

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur