Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 16. desember 2016 - Gestaskrifari er Sigurbjörg Hannesdóttir, deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu í Reykjavík

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2016_oldrunarfraedafelag_isl_Fotor.jpeg

Sæl og gleðilega aðventu

Mig langar til að kynna fyrir ykkur Öldrunarfræðafélag Íslands og starfsemi þess. Ég er svo heppin að vera formaður félagsins og er búin að vera það síðastliðin tæp 3 ár.

Félagið starfar að því að auka þekkingu í málefnum er varða aldraða, að efla rannsóknir á sviði öldrunarfræða og að vera opinberum aðilum til ráðuneytis í málefnum aldraðra. Við leggjum áherslu á að auka fræðilega umræðu meðal fagfólks, að kynna hið nýjasta sem er að gerast í öldrunarfræðum hverju sinni, að taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi stofnana og samtaka er láta sig varða málefni aldraðra. Við höldum námsstefnur og eru í samstarfi við önnur félög og starfrækjum vísindasjóð. Félagið er aðili að Öldrunarráði Íslands og á einnig fulltrúa í stjórn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum (RHLÖ). Félagið er aðili að Nordisk Gerontologisk Forum (NGF; http://www.geronord.no/) norrænum samtökum öldrunarfræðafélaga, ásamt Félagi íslenskra öldrunarlækna. NGF gefur út fréttabréfið Gero-Nord og heldur ráðstefnur í samvinnu við móðurfélögin á Norðurlöndum. Félagsmenn eru um 300, og endurspegla þeir þverfaglega starfsemi félagsins. Má þar nefna félagsfræðinga, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa, lækna, presta, sálfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, ófaglært starfsfólk og svo forstöðumenn og deildarstjóra ýmissa félaga og stofnana er starfa í þágu aldraðra og svo fjölmargir aðrir sem láta sig málefni aldraðra varða. Félagið er opið öllum einstaklingum. 

Vísindasjóður Öldrunarfræðafélags Íslands var stofnaður 1984 til styrktar vísinda- og rannsóknarstarfsemi í öldrunarfræðum. Hér eru styrkveitingar síðastliðinna ára og má segja að verkefnin séu mjög áhugaverð og fjölbreytt. 

Styrkveitingar úr Vísindasjóði 2016

Sigríður Ósk Ólafsdóttir fékk styrk fyrir verkefnið sitt: “Einmannaleiki meðal aldraðra á hjúkrunarheimilum á Íslandi”. 

Kristbjörg Sóley Haraldsdóttir fékk styrk fyrir verkefnið sitt :“Eiga aldraðir áhyggjulaust ævikvöld?”

Styrkveitingar úr Vísindasjóði 2015

Nanna Guðný Sigurðardóttir vegna rannsóknar sinnar sem er afturvirk rannsókn á árangri endurhæfingar á hjúkrunarheimili. 

 

Hægt er að sækja um styrk úr vísindasjóði félagsins og síðasti skiladagur umsókna er 9. janúar 2017. Hámarksstyrkur 2017 er 300.000,-. Hægt er að skoða úthlutunarreglur og nánari upplýsingar er varðar umsóknina á heimasíðu félagsins: www.oldrun.is.

Ég hvet alla þá sem geta, að nýta tækifærið og senda inn umsókn.

 

Jólakveðja

Sigurbjörg Hannesdóttir

Deildarstjóri iðjuþjálfunar Hrafnista Reykjavík og

Formaður Öldrunarfræðafélags Íslands

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur