Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 24. maí 2019 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 24. maí 2019.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Starfsafmæli á Hrafnistu í maí

Venju samkvæmt eiga nokkrir úr okkar glæsta starfmannahópi formleg starfsafmæli nú í maí. Þessa dagana er verið að afhenda þeim viðeigandi gjafir frá Hrafnistu vegna áfanganna. Þeir sem eiga starfsafmæli nú í maí eru:

3 ára starfsafmæli: Í Laugarásnum eru það Teodora Tagubase Apale í borðsal, Sigrún Lína Helgadóttir á Sól- og Mánateig, Maria Sosniak í ræstingu og Anna María Friðriksdóttir deidarstjóri á Vitatorgi. Í Hraunvangi eru það Aldís Helga Björgvinsdóttir á Báruhrauni og Elsa Björg Árnadóttir og Guðríður Jónasdóttir á Bylgjuhrauni. Á Nesvöllum er það Sindri Stefánsson.

5 ára starfsafmæli: Sólrún Mary Gunnarsdóttir og Arna Helgadóttir, báðar á Nesvöllum og Lára Björk Elíasdóttir í Boðaþingi.

Hjartanlega til hamingju öll og kærar þakkir fyrir góð störf og tryggð við Hrafnistu!

 

Vorboðarnir að mæta í hús

Einn af vorboðunum hér hjá okkur á Hrafnistu er sumarafleysingafólkið og ótvíræður sumarboði eru öll nýju andlitin sem eru á sveimi þar sem sumarstarfsfólkið okkar er. Þetta árið erum við með vel yfir 200 manns í sumarafleysingu sem gerir okkur að einum stærsta vinnustað landsins sem ræður sumarafleysingafólk. Mér finnst sjálfum alltaf gaman á þessum árstíma þar sem ferskur blær fylgir öllu þessu nýja fólki og ýmsar nýjar hugmyndir kvikna. En á móti kemur að flest þurfum við hin að vera með aukaskammt af þolinmæði í farteskinu á þessum tíma og langar mig hér með að biðja ykkur að minna okkur sjálf á að sýna nýja fólkinu umburðarlyndi og þolinmæði með falleg bros á vör.

 

Menntamálaráðherra afhendir viðurkenningu í Hraunvanginn

Gaman er að segja frá því að í dag veittu samtökin Heimili og skóli sérstök hvatningar­verðlaun til verkefnisins Lestrarvina í Víðistaðaskóla og var það Lilja Alferðsdóttir menntamálaráðherra sem afhenti verðlaunin.

Lestrarvinir er samstarfsverkefni Víðistaðaskóla í Hafnarfirði við Hrafnistu Hraunvangi og felst verkefnið í því að nemendur í 6. bekk skólans eiga sér lestrarvini úr hópi heimilisfólks á Hrafnistu og fara þangað reglulega og lesa fyrir vini síni sína af eldri kynslóð.Það var hún Anna Jóna Helgadóttir í félagsstarfinu sem tók við viðurkenningunni fyrir okkar hönd.

Frétt um viðurkenninguna má sjá á Facebook en einnig hér á þessum tengli á mbl.is

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/05/24/hjolakraftur_hlaut_foreldraverdlaunin/

Sannarlega skemmtilegt og glæsilegt – til hamingju Hraunvangur!

 

Aðalfundur Öldrunarráðs Íslands – Anný Lára ný í stjórn og Janus endurkjörinn

Í gær sótti ég aðalfund Öldrunarráðs Íslands en í þessum samtökum, sem eru regnhlífarsamtök fjölbreyttra aðila sem koma að málefnum aldraðra, var ég formaður árin 2010-2016 sem fulltrúi Hrafnistu og Sjómannadagsráðs. Anna Birna Jensdóttir í Sóltúni hefur verið formaður síðustu 3 ár en í gær tók við formennsku Jórunn Frímannsdóttir sem stýrir málum á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Við tengjumst þó stjórninni því í henni hefur setið Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur sem hefur unnið mikið að hreyfingu aldraðra undanfarin ár. Hann var boðinn fram til stjórnarsetu af okkur árið 2016 til þriggja ára og endurkjörinn í stjórnina í gær til ársins 2022. Þó hans umræður og rannsóknir miðist við að halda fólki frá því að koma inn á hjúkrunarheimili er eitt að markmiðum Hrafnistu að vera leiðandi í málefnum aldraðra hér á landi. Janus hefur vakið mikla athygli og því teljum við mjög mikilvægt að rödd hans og hugmyndir fái að heyrast á þessum vettvangi. Í Hrafnistubréfinu sem kom út fyrir páska er einmitt að finna áhugavert viðtal við hann. Við þetta má svo bæta að Anný Lára, forstöðumaður okkar í Boðaþingi var einnig kjörin inn í stjórn en hún kemur reyndar inn sem fulltrúi Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu. Sjálfsagt er að óska henni til hamingju með stjórnarembættið.

 

Góða helgi og sólríkar stundir!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

 

 

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur