Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 29. júní 2018 - Gestaskrifari er Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna

Kæra samstarfsfólk,

 

Nú stendur HM yfir, við höfum fengið að njóta skemmtilegra og spennandi leikja bestu landsliða heims en umfram allt höfum við, þessi litla þjóð, tekið þátt í veislunni með trompi bæði innan og utan vallar. Þrátt fyrir að við séum dottin út þá erum við að springa úr stolti af frammistöðu liðsins og frammistöðu landans. Þetta hefur verið eintök upplifun að taka þátt í þessari veislu.

Og já þvílík veisla,  maður lifandi ?.

Það hefur auðvitað verið mikið stuð á Hrafnistu síðustu vikur, við höfum tekið virkan þátt í HM veislunni, heimilin hafa verið skreytt, starfsmenn og íbúar hafa klætt sig upp, skellt hefur verið snakk í skálar og mikil gleði hefur verið hér í húsunum. Ég sem nýr starfsmaður á Hrafnistu hefur fundist alveg frábært og einstakt að fylgjast með stemmingunni og sjá hvað HM hefur haft góð áhrif á okkur Hrafnistufólk sem og raunar landsmenn alla.

En ef við stöldrum aðeins og spáum í hvort við á Hrafnistu getum lært eitthvað af íslenska landsliðinu, af teyminu í kringum það og nýtt okkur til þess að gera Hrafnistu að enn betri vinnustað en hann er nú þegar.

Grunnurinn að árangrinum

Í viðtölum við liðsmenn, þjálfarateymið og aðra sem koma að liðinu er sterk liðsheild grunnurinn að árangrinum, þar sem virðing, traust og kærleikur er allt um liggjandi.

Vinna sem ein heild

Við uppbyggingu á landsliðinu hefur verið lagt mikil áhersla á liðsheildina og að allir sem koma að landsliðinu vinni saman sem ein heild eins og þeir segja „við töpum saman og við vinnum saman“. Hvert hlutverk skiptir máli og allir styðja hvort annað. Lögð er áhersla á að boðleiðir séu stuttar, unnið sé á skilvirkan hátt þar sem saman kemur samhentur og starfsglaður hópur sem vinnur náið saman. Hvert hlutverk teymisins er vel valið, þar er réttur einstaklingur á réttum stað, engin efast um það eða hugsar út í slíkt.

Þjálfunin skiptir mestu máli

Ef árangur á að nást þá skiptir þjálfunin mestu máli segir þjálfarateymið, þar er grunnurinn lagður, þar er persónuleikinn slípaður, þar fer fram þjálfun í að takast á við mótlæti og þjálfun að læra nýja hluti, þjálfun í að sigra, þjálfun í að leggja sig alltaf 100% fram í öllum verkefnum. Það er stöðug þjálfun í gangi og sífelldar endurtekningar sem gera leikmenn hnökralausa í hlutverki sínu, í hegðun og aðgerðum. Þeir fá þjálfun í því að sigra með auðmýkt að leiðarljósi, bera virðingu fyrir öðrum. Það er heildarnálgun í þjálfun liðsins, innan vallar og utan, agi, ákveðið tempó á æfingum, leikskipulag, föst leikatriði og sífelldar endurtekningar. Þjálfun í að halda einbeitingu og vera agaður í hlutverki sínu.

Þjálfarateymið 

Áherslur sem Lars kom með inn svífa enn yfir öllu og leggja línurnar þrátt fyrir að keflið sé nú hjá Heimi og öðrum í þjálfarateyminu. Lars er lýst sem ákveðnum húsbónda með skýr skilaboð þar sem ljóst er hvað megi og hvað sé viðeigandi. Með honum kom mikil reynsla og fagmennska sem lagði grunn að þeim metnaði og árangri sem liðið er að uppskera nú og heldur áfram að gera. Allt varð faglegra, aðstaða liðsins batnaði, reglur urðu skýrari sem farið er eftir og þjálfunin varð hnitmiðari. Á fundum landsliðisins heyrast enn gullkorn sem koma frá Lars eins og „Litlir hlutir skapa stóra sigra“ og „Itdoesnotneedamiracletomakedreamscometrue, it takeshardwork“.

Væri ekki gaman að vera hluti af sterkri liðsheild sem einkennist virðingu, trausti og kærleik þar sem allir vinna sem ein heild, þar sem lögð er áhersla á heildarnálgun í þjálfun, þar sem skilaboð og reglur eru skýrar. Það er sannarlega margt sem við getum nýtt okkur til þess að gera Hrafnistu að enn betri vinnustað en hann er nú þegar og skapað stóra sigra saman ?

Ég er allavega uppveðruð og vel peppuð að nýta mér árangursríkar aðferðir íslenska landsliðsins sem hafa skapað sterka liðsheild - erum við ekki öll til í það kæra Hrafnistuteymi?

 

myndir_molar_bbh.JPG

 

mynd2_molar_bbh.jpg

 

Kær kveðja,

Berglind Björk Hreinsdóttir

Mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur