Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 1. júní 2018 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 1. júní 2018.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Sjómannadagurinn er á sunnudag!

Vonandi hefur ekki farið framhjá neinu ykkar að Sjómannadagurinn er á sunnudaginn. Minningardagur um drukknaða sjómenn og hátíðarhöld Sjómannadagsins eru jú upprunalega tilefnið að stofnun Sjómannadagsráðs og enn þann dag í dag eru hátíðarhöldin lykilatriðið í starfsemi Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna.

Af þessu tilefni verður að vanda mikið um dýrðir á öllum Hrafnistuheimilunum á sunnudaginn og verður hefðbundin dagskrá á öllum okkar heimilum sem ég hvet ykkur til að kynna vel fyrir íbúum og ættingjum. Kærar þakkir til ykkar allra og ykkar fólks við að leggja hönd á plóginn í undirbúningsferlinu.

81. árgangur Sjómannadagsblaðsins er kominn út og er um að gera að hafa blaðið sýnilegt sem víðast á okkar heimilum, nóg er til.

Að lokum er rétt að minna ykkur á aðalhátíðarhöldin á Grandagarði í Reykjavík alla helgina (Hátíð hafsins og Sjómannadagurinn) og við höfnina í Hafnarfirði á sunnudag, þar sem hátíðarhöld fara fram með tilheyrandi skemmtiatriðum og formlegheitum.

www.hatidhafsins.is

https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/sjomannadagurinn-2018

 

Mikilvægi endurhæfingar og hreyfingar aldraðra til að seinka búsetu á hjúkrunarheimili.
Í starfi mínu sem forstjóri Hrafnistuheimilanna þarf ég reglulega að vera í samskiptum við fjölmiðla varðandi ýmislegt í starfsemi Hrafnistuheimilanna en einnig öldrunar- og heilbrigðismál almennt. Stundum tek ég mig til og hef umfjöllun um það hér í vikusendingunni eða við deilum á heimasíðu Hrafnistu. Nýlega var Spegillinn á RÚV með forvitnilegar vangaveltur um öldrun þjóðarinnar og forvarnir og heilsueflingu þjóðarinnar. Þó við á Hrafnistu starfrækjum um 25% hjúkrunarrýma á Íslandi eru við dugleg að taka þátt í umræðunni um ávinning þess að þjálfa/endurhæfa aldraða svo þeir þurfi síður (eða amk að seinka) að fara inn á hjúkurnarheimili. Viðfangsefnið reyni ég jafnan að nálgast með jákvæðum hætti. Þetta er bæði ódýrara fyrir samfélagið okkar en mikilvægast er þó ávinningurinn að auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem eiga í hlut. Hér er umfjöllun Spegilsins um málið ef einhverjir hafa áhuga á að skoða betur.

http://www.ruv.is/frett/vonir-bundnar-vid-hreysti-framtidaroldunga

 

Hefð fyrir biðlistum?

Í fréttum undanfarin misseri er oft og iðulega verið að ræða um biðlista þjónustunnar í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.  Mér var bent á þessa frétt úr Þjóðviljanum fá 9. júlí 1975 og virðist á þessu sem biðlistar séu ekki nýjir af nálinni ?

 

b_1100_496_16777215_00_images_bidlistar.jpeg

 

Starfsafmæli í júní

Nú í júní fagna nokkrir samstarfsmenn okkar hér á Hrafnistu formlegum starfsafmælum. Allir fá afhentar gjafir af því tilefni. Þessir starfsmenn eru:

3 ára starfsafmæli: Í Reykjavík eru það Birna María Einarsdóttir deildarstjóri, Inga Rún Óskarsdóttir og Karen María Einarsdóttir, allar á Lækjartorgi, Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir í iðjuþálfun og félagsstarfi og Joanna Wilchowska í eldhúsi. Í Hafnarfirði eru það Róberta Sól Bragadóttir, Anna Björk Sigurjónsdóttir og Elísabeth Saga Pedersen, allar á Báruhrauni, Sandra Rós Helgadóttir og Chithra Gurudaneya Wedagedara á Öldurhrauni og Hekla Jóhannsdóttir á Sjávar- og Ægishrauni. Á Nesvöllum eru það Parpai Mekavipat, Iwona Czaplinska, Anna Elzbieta Wojciechowska og Mayuree Damalee. Á Hlévangi eru það Heiðrún Tara Stefánsdóttir og Anita Gawek og í Garðbæ Valgerður Gylfadóttir.

5 ára starfsafmæli: Guðmunda Steingrímsdóttir í dagþjálfun og  Lena Rós Þórarinsdóttir og Hanna Jónsdóttir, báðar á Sólteigi/Mánateigi en þær starfa allar í Reykjavík.

15 ára starfsafmæli: Juliette Marjorie Marion á Mánateigi og Kristín Hrund Andrésdóttir á Miklatorgi, báðar í Reykjavík.

Hjartanlega til hamingju öll og kærar þakkir fyrir ykkar góðu störf!

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur