Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 18. maí 2018 - Pétur Magnússon, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 18. maí 2018.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Kosningar framundan og utankjörstaða atkvæðagreiðsla á Hrafnistuheimilunum

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að á næstunni verður gengið til sveitarstjórnarkosninga. Fyrir flesta er spennandi mál að vita hvað kemur upp úr kjörkössunum, sérstaklega í því sveitarfélagi sem þeir búa í.

Fyrir okkur hér á Hrafnistu er líka spennandi að fylgjast með kosningaúrslitunum þar sem við vinnum náið með flestum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbæ.

Kosningar er stórviðburður fyrir marga, ekki síst þá sem eldri eru. Hér áður fyrr var víða til siðs að klæða sig upp áður en farið var á kjörstað. Margir íbúar okkar halda þessum sið þó þeir flytji inn á hjúkrunarheimili. Gaman er að segja frá því að á Hrafnistuheimilunum er boðið upp á sérstaka utankjörstaðaatkvæðagreiðslu sem íbúarnir okkar er þakklátir fyrir og duglegir að nýta sér.

 

Starfsmannafélögin okkar í blóma!

Einkenni góðra vinnustaða eins og Hrafnistu er að hafa á að skipa góðan, öflugan og glaðværan starfsmannahóp. Mikilvægur hlekkur í góðum starfsmannahópi er að hafa öflug starfsmannafélög. Á heimilunum okkar eru starfrækt starsmannafélög og öll eru þau með flotta viðburði þessa dagana. Kópavogur fór nýlega í út að borða og í leikhús, Hafnarfjörður hélt vorhátíð síðasta föstudag þar sem tæplega 200 manns mættu, Reykjanesbær fór í velheppnaða vorferð í gær um Suðurland, Reykjavík hefur boðað til sumarhátíðar í Viðey í júní og Garðbær er byrjaður að undirbúa sumargrill starfsfólks.

Sannarlega gaman að þessu ?

 

Aðalfundur Landspítala

Í vikunni sótti ég aðalfund Landspítala sem fram fór að viðstöddu fjölmenni. Það var áhugavert að fylgjast með fundinum enda er spítalinn stærasta heilbrigðisstofnun landsins en einnig fjölmennasti vinnustaður landsins. Þar sem við á Hrafnistu erum í mikilli samvinnu við Landspítala var áhugavert að fylgjast með dagskránni en hún var sett upp á mjög skemmtilegan hátt.

Á fundinum vakti sérstaka athygli mína kynning á verkefni sem heitir „Samskiptasáttmáli“ sem Landspítalinn er að hleypa af stokkunum. Fram kom að tugmilljónir samskipta fara fram á spítalanum á ári á milli starfsfólks, sjúklinga og aðstandenda sem saman mynda þverskurð úr þjóðfélaginu. Sáttmálinn er í raun leiðbeinandi vinnureglur um samskipti og hegðun í nokkrum köflum sem hundruðir starfsmanna spítalans komu að því að semja.

Við á Hrafnistu ætlum að skoða þetta verkefni mjög vel enda mjög áhugavert að skoða hvort rétt sé að Hrafnista innleiði svipaðan sáttmála. Það verður nánar kynnt síðar.

 

Starfsafmæli í maí

Í þessum mánuði, rétt eins og öllum öðrum mánuðum, er nokkrir úr okkar glæsta starfsmannahópi sem fagna formlegu starfsafmæli hér á Hrafnistu. Allir fá afhentar gjafir af því tilefni. Þessir starfsmenn eru:

3 ára starfsafmæli: Í Reykjavík eru það Lovísa Sha Mi á Sólteigi/Mánateigi, Jóna Björk Ómarsdóttir og Anna Jóna Víðisdóttir á Lækjartorgi og Steina Árnadóttir á Miklatorgi.

Í Hafnarfirði eru það Arna Nadía Pálsdóttir á Báruhrauni, Hjalti Freyr Sigtryggsson á Sjávar- og Ægishrauni og Aðalbjörg Ellertsdóttir. Einnig Hulda Pálsdóttir í Kópavogi og Elísabet Ósk Þorsteinsdóttir, Wieslawa Tusinska og Halina Wójcik, allar á Nesvöllum.

5 ára starfsafmæli: Freyja Lára Alexandersdóttir á Miklatorgi í Reykjavík.

10 ára starfsafmæli: Marianne Jóhannsson á Engey/Viðey og Særún Ingvadóttir á Miklatorgi, báðar í Reykjavík.

 

Síðast en ekki síst er það Lovísa Jóhannsdóttir á Báruhrauni í Hafnarfirði sem starfað hefur á Hrafnistu í 30 ár!

Hjartanlega til hamingju öll og kærar þakkir fyrir ykkar góðu störf!

 

Góða helgi!

 

Bestu kveðjur,

Pétur

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur